Formaðurinn með stálhnefann

Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir formann Samfylkingarinnar hafa rekið stálhnefann framan í samstarfsflokkinn í ríkisstjórn með hótunum vegna afstöðu hans til Evrópusambandsins.

Hún segir að yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar um að þjóðin eigi að fara í aðildarviðræður við ESB hvort sem flokkurinn samþykki það á landsfundi eða ekki, verði bara rökstuddar á einn veg. Hluti Sjálfstæðisflokksins sé skjálfandi á hnjánum gagnvart Samfylkingunni.

Fjörleg umræða var í þinginu í upphafi þingfundar um afstöðuna til Evrópusambandsins.  Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að afstaða Sjálfstæðisflokksins yrði óbreytt að afloknum landsfundi. Hann sagðist ekki skilja af hverju flokkurinn ætti að fara í aðildarviðræður í klúbbi sem  hann vildi ekki tilheyra.  

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagðist tala fyrir því að sú leið yrði farin í málinu sem víðtækust sátt yrði um meðal þjóðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert