Fyrrum blaðamaður DV segist hafa sætt ritskoðun

Símon Birgisson.
Símon Birgisson.

Sím­on Birg­is­son, sem er fyrr­ver­andi blaðamaður á DV, seg­ir á bloggvef sín­um að hann hafi einu sinni verið beitt­ur rit­skoðun af hálfu blaðsins, sem hafi orðið til þess að hann sagði upp störf­um. Það hafi verið sum­arið 2005 þegar fjöl­miðlar hafi beðið birt­ingu ákæru­liða í Baugs­mál­inu svo­kallaða.

Hann seg­ir að þriðja ág­úst hafi hann kom­ist að því að Frétta­blaðið hafi haft und­ir hönd­um hluta ákæru­skjala auk tveggja viðtala um ákæru­atriðin, bæði við við Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Jó­hann­es Jóns­son, föður Jóns Ásgeirs.

Sím­on seg­ist hafa skrifað tvær grein­ar um málið sem hafi hvor­ug­ar verið birt­ar. Það hafi orðið til þess að hann sagði upp.

Þá seg­ir hann að Baug­ur, sem var eig­andi DV, hafi verið í sam­starfi við breska dag­blaðið Guar­di­an um hvernig yrði að málsvörn for­svars­manna fé­lags­ins staðið í fjöl­miðlum.

Bloggsíða Sím­ons.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert