Greiðslur vegna gjaldþrota tvöfaldast

mbl.is/Kristinn

Gert er ráð fyrir að 17,5 milljarðar króna verði greiddir úr Atvinnuleysistryggingasjóði á næsta ári. Í endurskoðuðu fjárlagafrumvarpi var þessi upphæð vegna atvinnuleysisbóta hækkuð um 10,2 milljarða frá því í haust. Þá er lagt til að framlag til Ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota hækki um 937,8 milljónir króna frá því sem áður var ráðgert og verði 1.800 milljónir á árinu 2009.

Sigurður P. Sigmundsson, sviðsstjóri rekstrarsviðs Vinnumálastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að greiðslur úr Ábyrgðasjóðnum hefðu farið lækkandi undanfarin ár í takt við góðærið. Í lok síðasta árs hefði verið byrjað að þrengjast um, t.d. í byggingariðnaði. Í ár hefði enn sigið á ógæfuhliðina og stefndi í að yfir 900 milljónir yrðu greiddar úr sjóðnum í ár vegna gjaldþrota.

„Á næsta ári gerum við ráð fyrir að þessi upphæð nánast tvöfaldist og verði um 1800 milljónir,“ segir Sigurður. „Þarna er um sprengingu að ræða hvað varðar greiðslur úr Ábyrgðasjóðnum og margar greinar atvinnulífsins eru orðnar veikburða. Ég er ekki aðeins að tala um byggingariðnaðinn, því gjaldþrot hafa t.d. aukist í þjónustugreinum og nú hafa jafnvel fasteignasölur komið inn á borð Ábyrgðasjóðsins,“ segir Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert