Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti

Frá og með 1. janú­ar næst­kom­andi þurfa all­ir um­sækj­end­ur um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt að stand­ast próf í ís­lensku, sam­kvæmt lög­um sem taka gildi um ára­mót­in. Þetta kem­ur fram í vef­riti Dóms- og kirkju­málaráðuneyt­is­ins sem gefið var út í dag. Gert er ráð fyr­ir að Náms­mats­stofn­un eða sam­bæri­leg stofn­un ann­ist fram­kvæmd próf­anna, sem hald­in verða a.m.k. tvisvar sinn­um á ári.

Fram kem­ur að til að stand­ast prófið þarf um­sækj­andi m.a. að geta lesið og skrifað stutta texta á ein­földu máli, skilið ein­fald­ar sam­ræður á milli manna, bjargað sér við óvænt­ar aðstæður og greint aðal­atriði í ljósvakamiðlum þegar um kunn­ug­leg efni er að ræða. Þannig verður reynt á tal og rit­un auk hlust­un­ar- og lesskiln­ings.

Ekki verður skylda fyr­ir um­sækj­end­ur að sitja nám­skeið áður en þeir þreyta prófið, en þyngd þess miðast hins­veg­ar við nám­skrá mennta­málaráðuneyt­is­ins um grun­nám í ís­lensku fyr­ir út­lend­inga, að und­an­skildu mark­miði um und­ir­stöðuþekk­ingu á helstu siðum og venj­um í ís­lensku sam­fé­lagi.

Eng­ar höml­ur verða á því hversu oft um­sækj­end­ur mega taka próf­in, en hins­veg­ar er stefnt að því að um­sækj­end­ur greiði próf­töku­gjald. Þeir sem þegar hafa lagt fram um­sókn um rík­is­borg­ara­rétt fyr­ir 1. janú­ar 2009 þurfa ekki að gang­ast und­ir ís­lensku­próf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka