Kristín segir sjúklinga eiga rétt á bestu fáanlega heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma samkvæmt lögum, það sé ekki gert með því að fækka legudögum meira en hafi verið gert nú þegar.
Kristín segir að þetta komi hart við alla sjúka, bæði andlega og líkamlega. Landlæknir eigi samkvæmt nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu að fylgjast með gæðum þjónustunnar. Hann hljóti að láta eitthvað frá sér fara um þetta ástand.