Mikið áfall fyrir Nýsköpunarsjóð

Nýsköpunarverðlaunin
Nýsköpunarverðlaunin

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti núna. Við vitum ekki hvar við stöndum,“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs og stjórnarformaður Frumtaks, um áformað afnám laga um ráðstöfun söluandvirðis Landssímans. Alls átti Nýsköpunarsjóður að fá 2,5 milljarða af andvirðinu. Þar af runnu 1.000 milljónir til sjóðsins árið 2005. 1.500 milljóna viðbótarframlag átti að koma til 2007-2009 til að standa undir hlutdeild sjóðsins í stofnun nýrra samlagssjóða með lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. 100 milljónir af þessu hafa skilað sér.

„Við trúum því ekki að ríkisstjórnin ætli að hætta við að standa við þessi framlög til nýsköpunar í landinu. Hafi einhvern tíma verið þörf á því, þá er það núna. Við finnum fyrir gríðarlegri eftirspurn eftir þátttöku bæði Nýsköpunarsjóðs og Frumtaks í verkefnum.“

Peningarnir skipti gríðarlegu máli, enda hangi þeir saman við fjárframlög annarra. Sjóðurinn Frumtak hafi á sínum tíma verið stofnaður af bönkunum og lífeyrissjóðunum. „Það kemur ekkert framlag þaðan ef ekki kemur framlag frá ríkinu á móti.“ Sjóður upp á 4,5 milljarða hafi verið stofnaður og þar af hafi einn þriðji átt að fást af Símapeningunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert