Mótmælendur skiptu um útibú

Fólkið dvaldi um stund í afgreiðslu Landsbankans við Austurstræti.
Fólkið dvaldi um stund í afgreiðslu Landsbankans við Austurstræti. mbl.is/Júlíus

Um 70 manna hópur ungmenna, sem ruddist inn á skrifstofur og afgreiðslu Landsbankans í miðborg Reykjavíkur laust eftir klukkan 9, hélt þaðan upp Laugaveg og inn í útibú bankans að Laugavegi 77. Fólkið er með kröfuspjöld og hrópar slagorð gegn spillingu. 

Hópurinn fór fyrst inn á skrifstofur Landsbankans í Landsímahúsinu og síðan inn í afgreiðslusal aðalútibús bankans við Austurstræti. Lögregla hefur fylgst með en ekki gripið til aðgerða.

Jón Gerald Sullenberger var staddur í Landsbankanum þegar mótmælendur komu …
Jón Gerald Sullenberger var staddur í Landsbankanum þegar mótmælendur komu langað. Einn þeirra bar skilti til að leggja áherslu á kröfur um að Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs, hætti störfum hjá Landsbankanum. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert