Sjóðirnir í skoðun Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fjármálaeftirlitið skoðar ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum föllnu bankanna þriggja.

„Fjármálaeftirlitið rannsakar almennt hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með, m.a. er verið að að skoða ýmsa þætti sem tengjast verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum,“ stendur í skriflegu svari þess til Morgunblaðsins.

Eftirlitið vísar í 30. og 54. greinar laganna um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði og þegar þær eru skoðaðar má sjá að sjóðunum var óheimilt að binda meira en 10% af eignum sínum í verðbréfum og peningamarkaðsskjölum útgefnum af sama útgefanda, eða binda meira en 20% af eignum sínum í innlánum sama fjármálafyrirtækis. Í lokauppgjöri Landsbankans námu bréfin í Kaupþingi 32,3% af sjóðnum. Sjóðurinn var yfir 10% markinu með viðskipti í Straumi, Landsbanka og Baugi. Í sjóði Kaupþings voru innlán í sjóðnum 66% af samsetningu hans auk þess sem bréf í bankanum sjálfum voru yfir 10% markinu. Miðað við upplýsingar á samsetningu sjóðs Glitnis í júlílok voru þó nokkur fyrirtæki yfir þessu viðmiði innan hans, s.s. Straumur, Glitnir, Stoðir, Baugur og Atorka Group.

Engar takmarkanir eru í lögunum er varðar fjárfestingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í tengdum eða vensluðum aðilum.

Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir að sjóðstjórar, -stjórnir og jafnvel Fjármálaeftirlitið hefðu átt að grípa inn í þegar viðskiptin fóru úr böndunum.

„En nú er Fjármálaeftirlitið búið að vera með FL Group/Stoða-bréfin í sjóði Glitnis í athugun í rúmt ár. Af hverju í ósköpunum tekur svona langan tíma að skera úr um viðskiptin?“ spyr Vilhjálmur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert