Spurt um laxveiðar ríkisbankanna

Bankarnir hafa setið nánast einir að bestu laxveiðiám landsins í …
Bankarnir hafa setið nánast einir að bestu laxveiðiám landsins í krafti fjármagns mbl.is/Golli

Stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar hefur sent frá sér opna fyrirspurn til ríkisbankanna þriggja um hvort til standi að halda uppteknum hætti bankanna undanfarin ár að kaupa fjölda veiðileyfa í bestu laxveiðiám landsins með þeim afleiðingum, að verð þeirra hafi haldist uppi og úr öllu samhengi við almennt verðlag í landinu.

„Þessi kaup bankanna a laxveiðileyfum hefur m.a. orðið til þess að stuðla að hækkun leyfa úr öllu hófi þannig að stangveiðifélög hérlendis hafa ekki getað útvegað félagsmönnum sínum leyfi í laxveiðiám landsins, þar sem verðið hefur verið langt yfir getu hins almenna félagsmanns,“ segir í fyrirspurninni.

„Þar sem bankarnir eru nú í eigu almennings og með tilliti til þess hve ríkisvaldið sker nú niður í allri þjónustu og framkvæmdum væri það mjög athyglisvert ef bankarnir ætluðu að halda þessum kaupum á laxveiðileyfum áfram.“

Stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar óskar því eftir svari við því hvort bankarnir hafi nú þegar fest kaup á einhverjum laxveiðileyfum fyrir veiðitímabilið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka