Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Samþykkt var á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur í dag að fresta af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir næsta ár. Fram kom í bók­un meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, að síðari umræða og af­greiðsla fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2009 fari fram á fundi borg­ar­stjórn­ar 6. janú­ar.

Til­lag­an var samþykkt með 5 at­kvæðum, at­kvæðum meiri­hlut­ans og at­kvæði full­trúa VG en aðrir full­trú­ar sátu hjá. Ólaf­ur F. Magnús­son, sem sit­ur í borg­ar­ráði sem áheyrn­ar­full­trúi F-lista, lagði fram bók­un þar sem hann mót­mæl­ir ólýðræðis­leg­um og óvönduðum vinnu­brögð meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn. Þá sak­ar hann  full­trúa Sam­fylk­ing­ar og VG í borg­ar­ráði um að taka þátt í þeirri valdníðslu sem fel­ist í að sniðganga borg­ar­ráð og borg­ar­ráðsfull­trúa F-list­ans í allri und­ir­bún­ings­vinnu að fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar.

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks létu bóka, að öll­um regl­um um málsmeðferð fjár­hags­áætl­un­ar hafi verið fylgt. Þá hafi Ólafi verið boðinn aðgang­ur að öll­um gögn­um og upp­lýs­ing­um í sam­ræmi við hans starfs­skyld­ur og full­trú­ar F-list­ans í fagráðum hafi haft trúnaðaraðgang að áætl­un­um sviðanna í sam­ræmi við regl­ur um af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar.

Gert er ráð fyr­ir að borg­ar­ráð fjalli um fjár­hags­áætl­un­ina á á laug­ar­dag og fyrri umræða um áætl­un­ina verði í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur mánu­dag­inn 22. des­em­ber. Þá verður efni frum­varps­ins jafn­framt kynnt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert