Ákært á ný í Baugsmálinu

Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. mbl.is/ÞÖK

Sett­ur rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur ákært Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, Tryggva Jóns­son, Krístínu Jó­hann­es­dótt­ur, Baug Group og fjár­fest­inga­fé­lagið Gaumi fyr­ir meiri­hátt­ar brot gegn skatta­lög­um á ár­un­um 1998 til 2003.

Jón Ásgeir og Krist­ín eru ásamt for­eld­um sín­um eig­end­ur Gaums sem er aðal­eig­andi Baugs Group. 

„Ég get staðfest það, að það er verið að ákæra í þriðja sinn í Baugs­mál­inu. Þetta er þriðji ákær­and­inn sem gef­ur út ákæru. Þeir tveir fyrri voru Jón H. Snorra­son og Sig­urður Tóm­as Magnús­son," sagði Gest­ur Jóns­son, lögmaður Jóns Ásgeirs, við Morg­un­blaðið.

„Þetta mál varðar skatta­hluta rann­sókn­ar­inn­ar sem hófst með hús­leit í ág­úst 2002. Það er búið að ljúka þess­um mál­um hjá skatta­yf­ir­völd­um. Ef að ákær­end­ur í mál­inu hefðu ein­hvern áhuga á því að taka mark á niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í gær, í máli Jóns Ólafs­son­ar, þar sem meint­um skatta­laga­brot­um var vísað frá dómi, þá hefði ákær­an aldrei verið lögð fram. Frá­vís­un var á þeim grund­velli að ákærðu hefðu verið bún­ir ljúka sín­um mál­um hjá yf­ir­skatta­nefnd sem er ná­kvæm­lega sama og er upp á ten­ingn­um í okk­ar máli. Auk þess er það meg­in­regl­an í ís­lensk­um rétti að gefa aðeins út ákæru einu sinni í sama máli. Hæstirétt­ur hef­ur gagn­rýnt lang­an málsmeðferðar­tíma í dóm­um sín­um í þessu máli. Nú eru hins vega á sjö­unda ár síðan málið hófst og ákæra er gef­in út."

Rún­ar Guðjóns­son, sýslumaður í Reykja­vík, er sett­ur rík­is­lög­reglu­stjóri í mál­inu og skrif­ar und­ir ákær­una ásamt Helga Magnúsi Gunn­ars­syni, sak­sókn­ara efna­hags­brota.



1. Á hend­ur Jóni Ásgeiri Jó­hann­es­syni vegna eig­in skatta­skila fyr­ir meiri­hátt­ar brot gegn skatta­lög­um með því að van­telja tekj­ur sín­ar og þannig komið sér hjá skatt­greiðslum.E r hann tal­inn hafa komið sér und­an greiðslu tekju­skatts, út­svars og sér­staks tekju­skatts á ár­un­um 1999-2003 að fjár­hæð 14,9 millj­ón­ir króna og greiðslu fjár­magn­s­tekju­skatts að fjár­hæð um 15 millj­ón­ir króna. Sam­tals er því um að ræða fjár­hæð að upp­hæð 29,9 millj­ón­ir króna

2. Á hend­ur Tryggva Jóns­syni vegna eig­in skatta­skila fyr­ir meir­hátt­ar brot gegn skatta­lög­um á ár­un­um 1999 til 2003 með því að van­telja tekj­ur sín­ar og hafa þannig komi sér und­an greiðslu tekju­skatts, út­svars og sér­staks tekju­skatts að fjár­hæð um 13,3 millj­ón­um króna.

3. Brot fram­in í rekstri Baugs. Á hend­ur Jóni Ásgeiri sem fram­kvæmda­stjóra Baugs Group frá 2. júlí 1998 til 30. maí 2002 og Tryggva sem fram­kvæmda­stjóra Baugs Group frá 30. maí 2002 og Baugi Group fyr­ir meiri­hátt­ar brot gegn skatta­laga­brot­um. Van­gold­in staðgreiðsla op­in­bera gjalda vegna brota Jóns Ásgeirs og Baugs er sögð um 10,6 millj­ón­ir króna. Van­gold­in staðgreiðsla op­in­bera gjalda Tryggva og Baugs Group er sögð um 3,2 millj­ón­ir króna.

4. Brot fram­in í rekstri fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gaums. Á hend­ur Jóni Ásgeiri og Krístinu fyr­ir meiri­hátt­ar skatta­laga­brot vegna starfa þeirra sem stjórn­ar­menn og starf­andi fram­kvæmda­stjór­ar hjá fé­lag­inu. Und­ir þess­um lið er Jóni Ásgeiri gefið að hafa van­talið laun og ekki greitt staðgreislu op­in­berra gjalda að upp­hæð um 398 þúsund krón­ur. Krist­ínu og Gaumi er gefið að hafa van­talið laun og ekki greitt staðgreiðslu op­in­bera gjalda að upp­hæð um 27,5 millj­ón­ir króna. Krístinu og Gaum er einnig gefið að hafa van­talið tekj­ur af sölu­hagnaði af viðskipt­um Gaums með hluta­bréf í Baugi um 916 millj­ón­ir króna og of­telja gjöld í bók­haldi og skatt­fram­tali að upp­hæð 15,7 millj­ón­ir króna.

5. Brot fram­in í rekstri Gaums ehf. á hend­ur Jóni Ásgeiri og Krist­ínu sem starf­andi fram­kvæmda­stjór­um og stjórn­ar­mönn­um Gaums fyr­ir meiri­hátt­ar skatta­laga­brot fyr­ir að hafa van­talið skatt­skyld­ar tekj­ur Gaums um  668,5 millj­ón­ir króna og þannig komið Gaumi und­an greiðslu tekju­skatts að fjár­hæð um 200,5 millj­ón­um króna. Um var að ræða sölu­hagnað vegna ým­issa viðskipta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert