NASDAQ áminnir gamla Kaupþing banka

Aðalstöðvar Kaupþings í Reykjavík.
Aðalstöðvar Kaupþings í Reykjavík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson


NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur ákveðið að áminna Kaupþing banka hf. (gamla Kaupþing) opinberlega vegna atvika þar sem útgefandi er talinn hafa gerst brotlegur við ákvæði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni, að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni.

 ,,Er Kaupþing, talið hafa brotið gegn ákvæðum
2.1, 2.3 og 2.17 í reglunum með eftirfarandi háttsemi: Þann 4. nóvember sl. birtist á fréttavefnum mbl.is frétt um lán Kaupþings til
starfsmanna bankans vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Í fréttinni kom meðal annars fram að stjórn bankans hefði á fundi sínum þann 25. september sl. ákveðið að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna lánanna.

 Um þetta var meðal annars vísað í yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings þar sem fram kom að vegna fallandi hlutabréfaverðs og aukins fjármagnskostnaðar hefði það verið mat stjórnar bankans að um tvær leiðir væri að velja. Annaðhvort myndu starfsmenn selja hlutabréf sín og greiða þannig upp lánin eða að bankinn felldi niður það sem eftir stæði af ábyrgð starfsmanna á lánum vegna
hlutabréfakaupa í bankanum.

Það hefði enn fremur verið mat stjórnar bankans að
,,hefðu lykilstarfsmenn bankans hafið stórfellda sölu á hlutabréfum sínum í bankanum hefði það, í ljósi viðkvæms ástands á fjármálamörkuðum, skaðað mjög stöðu bankans." 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert