Skilanefnd Landsbankans ætlar að fella niður hluta þeirra krafna sem bankinn hefur á sjávarútvegsfyrirtæki vegna gjaldeyrisskiptasamninga. Niðurfelling krafna lendir að lokum óbeint á skattgreiðendum segir fyrrverandi starfsmaður bankans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps.
Fram kom í fréttum Sjónvarps að samtals nemi skuldir sjávarútvegsfyrirtækjanna við Glitni, Landsbankann og Kaupþing á bilinu 25-30 milljarða kr. Landsbankinn á rúman helming krafnanna, eða 18 milljarða kr.