Á veturna safnast hrafnar saman áður en fer að skyggja og halda örlitla kvöldvöku. Að henni lokinni fara þeir hver til sinna kletta þar sem þeir láta fyrirberast um nóttina. Þessir reykvísku krummar stungu saman nefjum í trjánum rökkrinu í gær þegar myndatökumaður Mbl Sjónvarps kom auga á þá.