Opinn félagsfundur Félags sjálfstæðismann í Vestur- og miðbæ Reykjavík samþykkti 15. desember ályktun þar sem
lagst er gegn fyrirhuguðum hækkunum á tekjuskatti einstaklinga og heimild til hækkunar útsvars sveitarfélaga. Einnig var hörmuð hækkun bensíngjalds og áfengisgjalds.
,,Nú, þegar fjárhagsstaða margra einstaklinga og heimila hefur skyndilega versnað til muna vegna mikillar verðbólgu, kjaraskerðingar og yfirvofandi atvinnuleysis er nauðsynlegt að lækka skatta myndarlega. Þannig verður heimilum og fyrirtækjum auðveldað að greiða skuldir sínar og hefja uppbyggingu í atvinnulífi að nýju.
Félagið óttast að skattahækkanir á þessari stundu muni standa í vegi fyrir því að íslenskt efnahagslíf snúi vörn í sókn. Með boðuðum skattahækkunum er hætt við enn frekari samdrætti í efnahagslífinu," segir í ályktuninni.