Mótmæli halda áfram

00:00
00:00

Örygg­is­verðir í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu neituðu að hleypa inn nokkr­um tug­um mót­mæl­enda sem voru sam­an­komn­ir þar klukk­an tíu í morg­un.  Tveir til þrír ein­stak­ling­ar tóku þá steina og börðu þeim við rúðu í úti­dyra­h­urðinni. Eft­ir að þeir höfðu brot­ist inn um ytri dyr voru innri dyrn­ar brotn­ar upp líka. Fólkið sneri þó við áður en lög­reglu­menn létu til skar­ar skríða

Í yf­ir­lýs­ingu sem hóp­ur­inn dreifði seg­ir að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi brugðist skyldu sinni um aðhald og eft­ir­lit með bönk­un­um. Stjórn þess ætti að víkja. Ingvar Þóris­son, einn mót­mæl­enda, seg­ir að mein­ing­in hafi verið að standa að friðsam­leg­um mót­mæl­um. Þegar dyr Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hafi verið lokaðar og læst­ar hafi það orðið til þess að ein­hverj­ir hafi farið að brjóta rúður. Þegar frést hafi af sér­sveit­inni hafi fólk ákveðið að yf­ir­gefa staðinn enda sé það ekki í stríði við lög­regl­una.

Eft­ir Fjár­mála­eft­ir­litið var för­inni haldið í úti­bú Glitn­is steinsnar hjá. Þar fékk hóp­ur­inn kaffi og hrópaði slag­orð sín, meðal ann­ars að bank­inn ætti að borga sín­ar skuld­ir sjálf­ir. Þá var lesið úr aug­lýs­inga­bækling­um bank­ans við mik­inn fögnuð viðstaddra.

Hóp­ur lög­reglu­manna sem vinn­ur að því að hafa eft­ir­lit með mót­mæl­un­um stóð álengd­ar en eng­inn var  hand­tek­inn vegna máls­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert