Hópur fólks, sem safnaðist saman utan við húsnæði Fjármálaeftirlitsins við Suðurlandsbraut, hefur brotið rúður í anddyri byggingarinnar og hafði áður kastað eggjum í húsið. Lögregla er nú komin á svæðið og er með talsverðan viðbúnað.
Talið er að 40-50 manns séu á staðnum. Að sögn eins mótmælandans vilja þeir lýsa andúð sinni á Fjármálaeftirlitinu og kerfinu í heild.