Stenst launalækkun á RÚV lög?

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/ÞÖK

Það er ólöglegt að lækka kjarasamningsbundin laun, áréttaði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, á Alþingi í kvöld og hafði uppi efasemdir um að launalækkanir hjá Ríkisútvarpinu standist lög. Ögmundur sagðist óttast að hér á landi væri að verða til lenska þannig að forstöðumenn fyrirtækja og stofnanna litu svo á að þeim væri í sjálfsvald sett að lækka laun starfsmanna sinna. 

Samkvæmt frumvarpi sem rætt var á þingi í kvöld á Kjararáð að taka ákvörðun um lækkun launa þingmanna og ráðherra og annarra sem undir það heyra um 5-15%.  Fjöldi hópa heyrir undir Kjararáð, þ.m.t. prestar, skólameistarar framhaldsskóla og framkvæmdastjórar heilbrigðisstofnanna.

Ögmundur lagði áherslu á að ekki væri sett fordæmi fyrir því að lækka laun þeirra sem væru undir ákveðnu viðmiði. Lækka ætti laun þeirra sem hæst hefðu launin til að jafna launamun í samfélaginu.

Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingar, tók undir með Ögmundi og benti á að prestar væru engin hálaunastétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka