Björgunarskipi stolið

Björgunarskipið Ingibjörg
Björgunarskipið Ingibjörg

Björg­un­ar­skipi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Höfn í Hornafirði, Ingi­björgu, var stolið í morg­un.
 
Skipið lagði úr höfn um klukk­an 7:00 og var stefn­an tek­in aust­ur með landi. Um þrem­ur tím­um síðar upp­götvaðist að skipið var ekki á sín­um stað. Því var hins veg­ar siglt aft­ur til hafn­ar um klukk­an 11:00 og kom þá í ljós að það hafði verið tekið ófrjálsri hendi.
 
Um borð var ein­stak­ling­ur sem er að öll­um lík­ind­um bú­inn að dvelja þar frá því á þriðju­dag. Í dag­bók hans, sem fannst í skip­inu, er að finna ná­kvæm­ar lýs­ing­ar á öll­um hans at­höfn­um þenn­an tíma, m.a. lýs­ing­ar á því hvernig hann braust inn í það og hvernig hann las sér til um virkni þess í bók­um sem eru um borð, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Lands­björgu.
 
Með þess­ar upp­lýs­ing­ar í fartesk­inu náði viðkom­andi ein­stak­ling­ur að sigla skip­inu út inn­sigl­ing­una í Hornafirði sem þykir erfið. Hann náði þó ekki að kveikja á stýri skips­ins og fór inn og út inn­sigl­ing­una á vél­un­um ein­um sam­an. Þegar hann hafði siglt um 20 míl­ur fékk skipið á sig brot og varð maður­inn þá hrædd­ur og snéri við og var kom­inn inn í höfn­ina um klukk­an 11:00 eins og fyrr seg­ir. Því má bæta við að inn­sigl­ing­in til Hafn­ar var lokuð í morg­un þar sem öldu­hæð var um 5 m.  
 
„Sjó­maður­inn“ er nú í yf­ir­heyrslu hjá lög­regl­unni á Höfn.
 
Smá­vægi­leg­ar skemmd­ir eru á skip­inu en það er sjó­fært.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert