Fjárhagsáætlun samþykkt með 200 milljóna kr. rekstrarafgangi

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs hef­ur samþykkt fjár­hag­sætl­un fyr­ir bæj­ar­sjóð árið 2009 með 200 millj­óna króna rekst­araf­gangi. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs und­ir­rituðu eft­ir­far­andi bók­un á bæj­ar­stjórn­ar­fundi nú und­ir kvöld.
 
Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Kópa­vogs­bæ að helstu atriði varðandi fjár­hags­áætl­un bæj­ar­ins fyr­ir árið 2009 séu eft­ir­far­andi:
 
1.    Vinna við fjár­hags­áætl­un var unn­in af full­trú­um allra flokka í     bæj­ar­stjórn Kópa­vogs og standa þeir sam­an að henni.

2.    Ýtrasta sparnaði og aðhaldi var beitt til að ná rekstri bæj­ar­sjóðs halla­laus­um.

3.    Grunnþjón­usta á veg­um bæj­ar­fé­lags­ins verður ekki skert.

4.    Miðað við gefn­ar for­send­ur um tekj­ur verður rekstr­araf­gang­ur bæj­ar­sjóðs um 200 millj­ón­ir króna eða ríf­lega 1%.

5.    Laun nefnd­ar­fólks verða lækkuð um 10% ásamt því að fund­um nefnda verður fækkað.

6.    Laun yf­ir­stjórn­ar Kópa­vogs­bæj­ar verður lækkuð í sam­ræmi við úr­sk­urð kjararáðs varðandi þing­far­ar­kaup og laun æðstu starfs­manna rík­is­ins.

7.    Grunn­fjár­hæð fjár­hagsaðstoðar er hækkuð um 17,1%  á milli ára og upp­hæð til fjár­hagsaðstoðar hækk­ar úr 110 millj­ón­ir króna í 187 millj­ón­ir króna.

8.    Húsa­leigu­bæt­ur verða hækkaðar úr 100 millj­ón­ir króna 2008 í 167 millj­ón­ir króna.

9.    Útsvar fyr­ir árið 2009 verður 13,28%.

10.    Áætlað er að fram­kvæma fyr­ir ríf­lega 1.500 millj­ón­ir króna á ár­inu       2009. Helstu mála­flokk­ar eru eft­ir­far­andi:
a.    Grunn- og leik­skóli 490 millj­ón­ir króna
b.    Íþrótta­mann­virki 471 millj­ón­ir króna
c.    Þjón­ustumiðstöð og hjúkr­un­ar­rými fyr­ir aldraða 350 millj­ón­ir króna
d.    Stíg­ar, gróður, opin svæði o.fl. 150 millj­ón­ir króna

11.    Stærstu rekstr­arliðir í fjár­hags­áætl­un­inni eru (sem hlut­fall af skatt­tekj­um):
a.    Fræðslu­mál 61%
b.    Æsku­lýðs- og íþrótta­mál 11%
c.    Fé­lagsþjón­usta 7%
d.    Um­ferðar og sam­göngu­mál 5%

12.    Fjár­hags­áætl­un verður end­ur­skoðuð eft­ir þrjá mánuði.

Í fjár­hags­áætl­un­inni er enn frem­ur gert ráð fyr­ir sér­stöku 100 millj­óna króna fram­lagi til at­vinnu­skap­andi verk­efna vegna sam­drátt­ar á vinnu­markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert