Frjálsa gert að fella á brott skilmálabreytingu

Neytendastofa hefur ákveðið að krefjast þess að Frjálsi fjárfestingabankinn felli brott eða breyti skilmálabreytingu sem lánþegar bankans sem óska eftir frystingu lána í erlendri mynt þurfa að gangast undir. Í veðskuldabréfunum segir að lánið sé bundið sölugengi Seðlabanka Íslands á þeim myntum sem lánið var tekið. Skilmálabreytingin felur í sér að ekki er lengur miðað við sölugengi Seðlabankans heldur umreiknast erlend upphæð, afborgun og vextir á gjalddaga, yfir í íslenskar krónur miðað við sölugengi kröfuhafa á útreikningsdegi.

Taldi Neytendastofa að skilmálabreytingin væri til þess fallin að vera mjög íþyngjandi fyrir lánþega bankans þar sem veðskuldabréfin ná oftast yfir langt tímabil og geta gengið kaupum og sölum. Ómögulegt er að vita hver kröfuhafi verður í framtíðinni og hvernig sölugengi hans er reiknað út á útskriftardegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert