Frjálsa gert að fella á brott skilmálabreytingu

Neyt­enda­stofa hef­ur ákveðið að krefjast þess að Frjálsi fjár­fest­inga­bank­inn felli brott eða breyti skil­mála­breyt­ingu sem lánþegar bank­ans sem óska eft­ir fryst­ingu lána í er­lendri mynt þurfa að gang­ast und­ir. Í veðskulda­bréf­un­um seg­ir að lánið sé bundið sölu­gengi Seðlabanka Íslands á þeim mynt­um sem lánið var tekið. Skil­mála­breyt­ing­in fel­ur í sér að ekki er leng­ur miðað við sölu­gengi Seðlabank­ans held­ur um­reikn­ast er­lend upp­hæð, af­borg­un og vext­ir á gjald­daga, yfir í ís­lensk­ar krón­ur miðað við sölu­gengi kröfu­hafa á út­reikn­ings­degi.

Taldi Neyt­enda­stofa að skil­mála­breyt­ing­in væri til þess fall­in að vera mjög íþyngj­andi fyr­ir lánþega bank­ans þar sem veðskulda­bréf­in ná oft­ast yfir langt tíma­bil og geta gengið kaup­um og söl­um. Ómögu­legt er að vita hver kröfu­hafi verður í framtíðinni og hvernig sölu­gengi hans er reiknað út á út­skrift­ar­degi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert