Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Sverrir

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, stjórn­ar­formaður Baugs í Bretlandi, er ósátt­ur við þá ákvörðun setts rík­is­lög­reglu­stjóra að ákæra hann fyr­ir brot á skatta­lög­um.

Hann bend­ir á að þessi rann­sókn sé enn einn ang­inn af Baugs­mál­inu og nú sé ákært í þriðja sinn. Meg­in­regl­an ís­lenska rétt­ar­kerf­is­ins sé að gefa út aðeins eina ákæru í sama máli. Nú eigi að fara á eft­ir hon­um og fleiri einu sinni enn með það að mark­miði að koma á hann höggi. Það komi sér illa núna þegar hann vinni að því að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur Baugs og bjarga verðmæt­um fé­lags­ins.

„Það lít­ur út fyr­ir að ekki sé sama hver á í hlut þegar gef­in er út ákæra,“ seg­ir Jón Ásgeir. Þeir sem sakaðir voru um að skulda meiri skatta en hann og komu að mál­um sem hann er ákærður fyr­ir sleppi. Það sýni að mála­til­búnaður­inn stjórn­ist af geðþótta ákæru­valds.

Hann seg­ist þegar hafa gert upp sín­ar meintu skuld­ir við rík­is­skatt­stjóra. Sam­kvæmt úr­sk­urði yf­ir­skatta­nefnd­ar, frá síðasta sumri, hefði hann meira að segja fengið end­ur­greitt vegna of­tek­inna skatta. Þessi endurálagn­ing sé nú til meðferðar í rétt­ar­kef­inu. Ef taka eigi mark á dómi sem féll í máli Jóns Ólafs­son­ar sé hann bú­inn að taka út sína refs­ingu.

„Ólíkt sum­um öðrum at­hafna­mönn­um hef ég alltaf borgað mína skatta og staðið við skyld­ur mín­ar á Íslandi. Það má meðal ann­ars sjá með því að taka sam­an þær skatt­greiðslur sem ég hef innt af hendi síðustu árin,“ seg­ir Jón Ásgeir Jó­hann­es­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert