Segja eftirlaunafrumvarp kattarþvott

Ögmundur Jónasson í ræðustól á Alþingi
Ögmundur Jónasson í ræðustól á Alþingi mbl.is/ÞÖK

„Þetta er katt­arþvott­ur hjá rík­is­stjórn­inni þó hún sé að stíga ör­lítið skref,“ sagði Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG, í umræðum um eft­ir­launa­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fjár­málaráðherra mælti fyr­ir því á ell­efta tím­an­um í gær­kvöld.

Frum­varp­inu er ætlað að færa líf­eyr­is­rétt­indi æðstu ráðamanna nær kjör­um al­menn­ings og koma þannig til móts við mikla gagn­rýni sem eft­ir­launa­lög­in frá ár­inu 2003 hafa sætt. All­ir flokk­ar stóðu að frum­varp­inu á sín­um tíma en þáver­andi stjórn­ar­and­stöðuflokk­ar féllu einn af öðrum frá stuðningi við það.

Ögmund­ur sagði nýja frum­varpið alls ekki ganga nógu langt enda af­næmi það ekki sérrétt­inda­kjör þing­manna og ráðherra. Gagn­rýndi hann hversu seint frum­varpið kom fram og sagði að miðað við þau rétt­indi sem ráðherr­ar ávinna sér ár­lega þýddi þessi töf að þeir fengju auka­lega tæp­ar 50 þúsund krón­ur á mánuði í líf­eyr­is­greiðslur þegar þar að kæmi.

Boðaði Ögmund­ur breyt­ing­ar­til­lög­ur þess efn­is að sama gildi um líf­eyr­is­rétt­indi ráðamanna og annarra op­in­berra starfs­manna og að þess yrði óskað að hver og einn þingmaður gerði grein fyr­ir af­stöðu sinni.

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, tók í sama streng og sagði sinn flokk vilja af­nema sérrétt­ind­in. Hún og Guðjón A. Kristjáns­son, formaður Frjáls­lyndra, voru bæði ósátt við að málið skyldi rætt svo seint að kvöldi og að til stæði að af­greiða það í svo mikl­um flýti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka