Vilja heim um miðnætti

mbl.is/Ómar

Stjórn­ar­andstaðan óskaði eft­ir því í upp­hafi þing­fund­ar í morg­un að þing­hald stæði ekki leng­ur en fram til miðnætt­is. For­seti Alþing­is til­kynnti við upp­haf fund­ar að fund­ur kynni að standa leng­ur en til kl. 20. Stór mál liggja fyr­ir þing­inu og ljúka þarf af­greiðslu fjár­laga og fjár­auka­laga fyr­ir ára­mót og því helst fyr­ir jól.

Lúðvík Berg­vins­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar, sagði að vel mætti skoða að funda ekki fram yfir miðnætti en það þýddi meiri vinnu eft­ir helgi.
Arn­björg Sveins­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks, tók í sama streng og sagðist treysta for­seta þings­ins fylli­lega til að taka þessa ákvörðun. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert