Stjórnarandstaðan óskaði eftir því í upphafi þingfundar í morgun að þinghald stæði ekki lengur en fram til miðnættis. Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf fundar að fundur kynni að standa lengur en til kl. 20. Stór mál liggja fyrir þinginu og ljúka þarf afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga fyrir áramót og því helst fyrir jól.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði að vel mætti skoða að funda ekki fram yfir miðnætti en það þýddi meiri vinnu eftir helgi.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, tók í sama streng og sagðist treysta forseta þingsins fyllilega til að taka þessa ákvörðun.