Ágirntust þeir FS13 ehf.?

KPMG
KPMG mbl.is/Sverrir

Snemma árs 2007 leit­ar Árni B. Sig­urðsson fjár­fest­ir til fyr­ir­tækja­sviðs KPMG. Hann sæk­ist eft­ir aðstoð við að stofna einka­hluta­fé­lag og finna fjár­festa til sam­starfs um viðskipta­hug­mynd sína, rekst­ur viðark­urls­verk­smiðju í Króa­tíu. Úr verður að hann kaup­ir fé­lag „af lag­er“ hjá fyr­ir­tæk­inu CF fyr­ir­tækja­sölu, sem er í eigu KPMG. Fé­lagið sem Árni kaup­ir heit­ir FS13 ehf.

Nú, tveim­ur árum síðar, eru tveir starfs­menn KPMG, þeir Ágúst Þór­halls­son, lög­fræðing­ur fyr­ir­tækja­sviðs ,og Hjört­ur J. Hjart­ar ráðgjafi ákærðir fyr­ir að reyna að hafa FS13 af Árna með ólög­mæt­um hætti.

Sam­kvæmt ákæru, út­gef­inni af sak­sókn­ara efna­hags­brota, hafa þeir brotið gegn lög­um um einka­hluta­fé­lög með því að senda ranga til­kynn­ingu til Fyr­ir­tækja­skrár Rík­is­skatt­stjóra (RSK), vegna FS13. Til­kynn­ing­in var um breyt­ingu á prókúru, stjórn og fir­ma­rit­un og um nýj­ar samþykkt­ir. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að breyt­ing­arn­ar á fé­lag­inu hafi verið ákveðnar á lög­leg­um hlut­hafa­fundi, en þeim Ágústi og Hirti átti alltaf að vera ljóst að hann var ólög­leg­ur. Aðkoma Sig­urðar Jóns­son­ar, for­stjóra KPMG, að mál­inu vek­ur líka spurn­ing­ar um viðskiptasiðferðið inn­an veggja KPMG.

Málið var tekið fyr­ir á þriðju­dag, 16. des­em­ber. Þess skal einnig getið að höfðað hef­ur verið einka­mál gegn Hirti og Ágústi, KPMG hf. og Ró­berti Melax, til greiðslu tæp­lega 1,3 millj­óna evra auk drátt­ar­vaxta. Það mál verður tekið til meðferðar eft­ir ára­mót, en í janú­ar mun rík­is­sak­sókn­ari taka af­stöðu til þess hvort Ágúst, Hjört­ur og Ró­bert verði ákærðir fyr­ir brot gegn al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um.

Ró­bert Melax til sam­starfs

Á þessu tíma­bili var fjög­urra manna stjórn FS13 skipuð þeim Ró­berti Melax, Sigrúnu Melax, Árna B. Sig­urðssyni og Jóni Magnús­syni, lög­manni og þing­manni, sem sett­ist í stjórn Árna til halds og trausts.

Því næst sann­færði Hjört­ur for­stöðumann fyr­ir­tækja­sviðs Rík­is­skatt­stjóra, Skúla Jóns­son, um að taka við fyrr­greindri til­kynn­ingu, þar eð skrif­leg staðfest­ing fyrri stjórn­ar FS13 bær­ist fljót­lega.

Sama dag byrjaði Hjört­ur að selflytja pen­inga út úr FS13, sam­kvæmt kæru í einka­mál­inu. Hún var lögð fram 27. maí síðastliðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert