Fálkinn enn á Húsavík

Fálkinn á Húsavík
Fálkinn á Húsavík mbl.is/Hafþór

Fálkinn sem sagt var frá fyrir skömmu á mbl.is er enn á Húsavík og heggur skörð í andahóp bæjarins sem fyrr. Í dag sat hann til skiptist á ljósastaur á Marabraut eða á Garðarsbraut þar sem þær liggja samsíða. Þar virtist hann fylgjast fráum augum með jólaundirbúningi Húsvíkinga.
 
Þegar betur var að gáð lá önd, sem hafði orðið honum að bráð, dauð á gangstétt við Garðarsbraut. Fálkanum hefur sennilega þótt ófriður að bílaumferðinni og beið færis með að ná bráðinni. Eitthvað var nú um liðið frá því hann lét til skara skríða gegn andargreyinu því hún var hálffrosin þar sem hún lá í snjónum.

Önd sem fálkinn drap
Önd sem fálkinn drap mbl.is/Hafþór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert