Sólbakur EA1 hefur fiskað fyrir um 920 milljónir kr. á árinu og standa 5.000 tonn af afla á bak við þá upphæð. „Þetta er klárlega met hjá ísfisktogara,“ segir Haraldur Jónsson, rekstrarstjóri Sólbaks, og kveður ólíklegt að aftur verði fiskað fyrir aðra eins upphæð í íslenskum krónum, en afli Sólbaks fer að mestu á erlenda markaði.
„Ég get ekki séð að markaðsaðstæður á næstunni verði þannig. Við höfum bæði verið að selja á mjög góðu gengi og eins hefur gengið afskaplega vel að veiða þennan fisk.“