Framlög til HÍ hækki um 130 milljónir

Alþingishúsið
Alþingishúsið Morgunblaðið/ Sverrir

Samkvæmt breytingatillögum fjárlaganefndar á milli 2. og 3. umræðu, sem nýbúið er að leggja fram á Alþingi, er gerð tillaga um að framlög til Háskóla Íslands hækki um 130 milljónir króna.

Jafnframt er gert ráð fyrir að framlög til Háskólans á Akureyri hækki um 54 miljónir, til Háskólans í Reykjavík hækki um 23 milljónir og til Landbúnaðarháskóla Íslands um 22 milljónir. Auk þess er gert ráð fyrir að framlög til rannsóknar á falli íslensku bankanna hækki úr 30 í 150 milljónir króna. 

Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Svavarssyni, formanni fjárlaganefndar, má gera ráð fyrir að alls verði gerðar tillögur að á fjórða hundrað breytingum á fjárlagafrumvarpinu.

Alls er gert ráð fyrir að útgjöld í A-hluta ríkissjóðs verði 67 milljörðum króna hærri en ráð hafði verið fyrir gert í áður framkomnum fjárlögum fyrir árið 2009. Þetta þýðir að útgjöld A-hluta verður samtals 556 milljarðar, sem þýðir að þau eru rekin með 153 milljarða króna halla. Í endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins var gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs yrðu rúmir 395,8 milljarðar króna, 65,3 milljörðum króna minna en á árinu 2008. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert