Fundust heilir á húfi

Skarðsheiði
Skarðsheiði mbl.is/RAX

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafa í kvöld leitað tveggja manna sem villt­ust í slæmu veðri í Skarðsheiði und­ir kvöld. Menn­irn­ir eru báðir fundn­ir heil­ir á húfi en ann­ar þeirra var orðinn nokkuð kald­ur er hann fannst og er verið að flytja hann und­ir lækn­is­hend­ur.

Hátt í hundrað manns á veg­um björg­un­ar­sveit­anna komu að leit­inni og var einnig búið að kalla út þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.  Skafrenn­ing­ur og tölu­verður vind­ur er á svæðinu og færð þung sem tef­ur fyr­ir björg­un­ar­mönn­um, að sögn Sig­urðar Ólafs Sig­urðsson­ar, hjá lands­stjórn björg­un­ar­sveita. 

Ann­ar maður­inn fannst á gangi fyrr í kvöld en hinn fannst nú um tíu­leytið. Menn­irn­ir höfðu orðið viðskila þegar ann­ar þeirra var of þreytt­ur til að halda áfram göng­unni en veður er slæmt á þess­um slóðum og færið erfitt. Hinn ákvað að ganga til byggða og var hann á göngu þegar björg­un­ar­sveit­ar­menn fundu hann í kvöld. Var hann með nokkuð ná­kvæma staðsetn­ingu á fé­laga sín­um og voru björg­un­ar­sveit­ar­menn í sam­bandi við hann í gegn­um síma. Eins og áður sagði var maður­inn sem fannst síðar kald­ur en ómeidd­ur. Að sögn Sig­urðar er skafrenn­ing­ur á Skarðsheiði og hvasst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert