Um 70 manns tóku þátt í áttundu mótmælunum á Akureyri í dag. Gekk hópurinn að venju frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg, að þessu sinni í 10 stiga frosti. Ræðumenn dagsins voru Jökull Guðmundsson ellilífeyrisþegi, Embla Eir Oddsdóttir, Huginn Þorsteinsson og George Hollanders. Aftur verður gengið næsta laugardag.