385 milljarðar í eigið fé bankanna

Sendiráð Íslands í Lundúnum.
Sendiráð Íslands í Lundúnum. mbl.is

Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs er m.a. lagt til að heimilt verði að leggja ríkisbönkunum þremur til samtals allt að 385 milljarða kr. í eigið fé vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði og að heimilt verði að leggja sparisjóðum til allt að 14 milljarða kr. stofnfé.

Meirihluti fjárlaganefndar leggur einnig til að veitt verði heimild á fjárlögum næsta árs til að selja sendiherrabústaði í New York, Washington, London og Ósló og að hluta söluverðsins verði varið til að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir sendiherra í þessum borgum. Þetta kemur fram í tillögum meirihluta nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið sem dreift var á Alþingi síðdegis fyrir þriðju og síðustu umræðu um frumvarpið.

Gerðar eru fjölmargar aðrar breytingartillögur við heimildarákvæði frumvarpsins, m.a. er lagt til að ríkissjóði verið heimilað að kaupa fasteign RÚV ohf. við Efstaleiti. Heimilt verði að ganga til endanlegra samninga við Landsvirkjun um endurgjald fyrir vatnsréttindi ríkisins við Kárahnjúka á grundvelli úrskurðar matsnefndar um ákvörðun bóta vegna réttindanna.

Ganga á til endanlegra samninga við Landsvirkjun um endurgjald fyrir vatnsréttindi ríkisins við Kárahnjúka á grundvelli úrskurðar matsnefndar um ákvörðun bóta vegna réttindanna skv. tillögum meirihlutans.



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka