385 milljarðar í eigið fé bankanna

Sendiráð Íslands í Lundúnum.
Sendiráð Íslands í Lundúnum. mbl.is

Í breyt­ing­ar­til­lög­um meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar við fjár­laga­frum­varp næsta árs er m.a. lagt til að heim­ilt verði að leggja rík­is­bönk­un­um þrem­ur til sam­tals allt að 385 millj­arða kr. í eigið fé vegna sér­stakra aðstæðna á fjár­mála­markaði og að heim­ilt verði að leggja spari­sjóðum til allt að 14 millj­arða kr. stofn­fé.

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar legg­ur einnig til að veitt verði heim­ild á fjár­lög­um næsta árs til að selja sendi­herra­bú­staði í New York, Washingt­on, London og Ósló og að hluta sölu­verðsins verði varið til að kaupa eða leigja annað hent­ugra hús­næði fyr­ir sendi­herra í þess­um borg­um. Þetta kem­ur fram í til­lög­um meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar við fjár­laga­frum­varpið sem dreift var á Alþingi síðdeg­is fyr­ir þriðju og síðustu umræðu um frum­varpið.

Gerðar eru fjöl­marg­ar aðrar breyt­ing­ar­til­lög­ur við heim­ild­ar­á­kvæði frum­varps­ins, m.a. er lagt til að rík­is­sjóði verið heim­ilað að kaupa fast­eign RÚV ohf. við Efsta­leiti. Heim­ilt verði að ganga til end­an­legra samn­inga við Lands­virkj­un um end­ur­gjald fyr­ir vatns­rétt­indi rík­is­ins við Kára­hnjúka á grund­velli úr­sk­urðar mats­nefnd­ar um ákvörðun bóta vegna rétt­ind­anna.

Ganga á til end­an­legra samn­inga við Lands­virkj­un um end­ur­gjald fyr­ir vatns­rétt­indi rík­is­ins við Kára­hnjúka á grund­velli úr­sk­urðar mats­nefnd­ar um ákvörðun bóta vegna rétt­ind­anna skv. til­lög­um meiri­hlut­ans.



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert