,,Var draumastarfið mitt“

Inga Sigurðardóttir, þroskaþjálfi
Inga Sigurðardóttir, þroskaþjálfi

Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu að Svæðis­skrif­stofa mál­efna fatlaðra á Vest­ur­landi hefði brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafn­an rétt karla og kvenna, þegar karl­maður var ráðinn í starf for­stöðumanns Fjöliðjunn­ar á Akra­nesi seint á síðasta ári.

Tíu um­sækj­end­ur sóttu um stöðu for­stöðumanns, þrír karl­menn og sjö kon­ur. Af þeim voru fjór­ir um­sækj­end­ur tekn­ir í viðtöl og að þeim lokn­um var karl­maður ráðinn í stöðuna. Ein kvenn­anna, Inga Sig­urðardótt­ir, þroskaþjálfi með viðbót­ar­mennt­un í upp­eld­is­fræðum, kærði ráðning­una til kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála á þeim for­send­um að hún væri hæf­ari en sá sem var ráðinn.

Í niður­stöðu kær­u­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að mennt­un þess sem starfið hlaut sé um­tals­vert minni en kær­anda og ekki halli á kær­anda varðandi starfs­reynslu. Hug­lægt mat á per­sónu­leg­um eig­in­leik­um þess sem starfið hlaut geti ekki vikið til hliðar hlut­læg­um mæli­stik­um á borð við sér­hæfða mennt­un og starfs­reynslu. Kær­u­nefnd­in seg­ir enn­frem­ur að Svæðis­skrif­stof­an geti ekki borið fyr­ir sig vilja til þess að jafna hlut kynj­anna í störf­um í mála­flokkn­um, þar sem það eigi aðeins við þegar um jafn­hæfa ein­stak­linga sé að ræða. Er því beint til Svæðis­skrif­stof­unn­ar að leitað verði lausna í mál­inu sem kær­andi geti sætt sig við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka