Yfirlýsing frá Róberti Melax vegna FS-13

mbl.is/Sverrir

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Róberti Melax: 

„Vegna fréttar í Morgunblaðinu 20. desember 2008 um kæru Árna Benoný Sigurðssonar og FS-13 á hendur undirrituðum til Ríkislögreglustjóra er rétt að  koma eftirfarandi á framfæri.

FS-13 ehf og Árni Benoný Sigurðsson kærðu undirritaðan til Ríkislögreglustjóra fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Ríkislögreglustjóri felldi það mál niður. Árni Benoný Sigurðsson og FS-13 hafa höfðað einkamál á sama grunni og verður það mál rekið fyrir dómsstólum.


Kjarni málsins er sá að Hjörtur Hjartar og Ágúst Þórhallsson komu í veg fyrir stórfelld svik Árna Benóný Sigurðssonar í desember 2007 þegar Árni  ætlaði að komast yfir allt innborgað hlutafé sem undirritaður greiddi inn í króatíska félagið FS 13 d.o.o. Árni hafði þá sagt ósatt  til um helstu forsendur viðskiptahugmyndar sinnar og ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart félaginu. 

Árna bar samkvæmt samningum að greiða eina milljón evra til félagsins en greiddi ekki eina einustu krónu eða evru, ekki einu sinni fyrir kaup sín á lágmarkshlutafé í félaginu FS-13, sem hann seldi undirrituðum 50% hlut í, þrátt fyrir skuldbindingar þar um. Undirritaður stóð við allar sínar skuldbindingar og greiddi 1,8 milljónir evra til félagsins.


Samningi við Árna Benoný Sigurðsson var rift þegar upp komst um verulegar vanefndir hans, sem virðast hafa byggst á blekkingum. Í þessari stöðu hafði undirritaður um tvo möguleika að ræða. Halda starfseminni áfram eða hætta og afskrifa áfallinn kostnað.  Árna var boðið að taka yfir félagið á kostnaðarverði sem hann þáði ekki.  Starfsemi félagsins var því haldið áfram um nokkurra mánaða skeið uns henni var hætt þar sem viðskiptahugmynd Árna gekk ekki upp. Engin hefur orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa máls að undanskildum undirrituðum sem hefur tapað talsverðum fjármunum vegna þessa.


Reykjavík, 20. desember 2008
Róbert Melax.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka