Hellisheiði orðin fær

Mikill éljagangur og skafrenningur er víða um land. Moskur stendur …
Mikill éljagangur og skafrenningur er víða um land. Moskur stendur nú yfir. mbl.is/Halldór Sveinbjörns

Fært er orðið um Hellisheiði en þar er þæfingur og skafrenningur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Aðrar fréttir af færð eru þær að á Suðurlandi er hálka, þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum.


Á Vesturlandi er hálka. Þæfingsfærð er á Fróðárheiði, þungfært og skafrenningur er á Útnesvegi.


Á Vestfjörðum er hálka. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall.


Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Mikil éljagangur er í Eyjafirði og skafrenningur er á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum.


Á Austurlandi er þæfingu og skafrenningur á Fjarðarheiði, þæfingur og stórhríð er á Oddskarði, hálka og snjóþekja á örðum leiðum. Mokstur er hafin á Vatnsskarði eystra. Ófært er um Breiðdalsheiði.


Á Suðausturlandi er flughált vestan Kirkjubæjarklausturs, hálka á öðrum leiðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert