Minniháttar eldur í Kópavogi

Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kópavogi.
Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kviknaði á fyrstu hæð í iðnðarhúsnæði á Bakkabraut 12 í Kópavogi í dag. Slökkviliði höfðuborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn kl. 15:02 og fóru allar stöðvar á staðinn. Eldurinn reyndist vera minniháttar, en reykur var talsverður.

Fólk var á efri hæð hússins en það var komið út þegar slökkvilið bar að garði. Engan sakaði að sögn SHS. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert