Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði fimmtudaginn 18. desember og var á fundinum m.a. samþykkt fjárhagsáætlun bæjarins ásamt því að byggja knattspyrnuhús.
Bæjarstjórn samþykkti að hækka útsvars prósentuna upp í 13.28% og er það hækkun um 0.25% frá árinu 2008, þetta kemur fram á vefnum Eyjar.net.
Samþykkt var á fundinum að taka lægsta
tilboði í stækkanlegt knattspyrnuhús og var það Steini og Olli sem áttu það
tilboð. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir því að byggja stækkanlegt hús en
þegar tilboð voru opnuð skilaði Steini og Olli inn tilboði í stækkanlegt hús og
var það tilboð ekki mikið hærra en lægstu tilboð í óstækkanleg hús.
Upphæðin sem um ræðir eru 349.929.966 kr og er þá miðað við gengi evru
156 krónur, gert er ráð fyrir því að húsið verði 60 x 70 metrar með
bogahvolfþaki úr stáli.