Stormi spáð um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld

Það verður rok og rigning um landið sunnan- og vestanvert …
Það verður rok og rigning um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. mbl.is/Golli

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun, en gert er ráð fyrir stormi um landið sunnan- og vestanvert annað kvöld. Það mun hlýna og rigna. Víða verður tveggja til átta stiga hiti undir kvöld.

Veðurstofan spáir norðaustanátt, víða 5-13 m/s og dálítil snjókoma um landið austanvert fram á kvöld, en annars úrkomulítið. Hægari í kvöld og fram á nótt. Frost 0 til 6 stig. Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, 13-20 m/s síðdegis og víða rigning, þó síst á Norðausturlandi. Sunnan 15-25 annað kvöld, hvassast vestast og á Miðhálendinu. Vægt frost, en hlýnar á morgun, víða 2 til 8 stig undir kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert