Flutningabíll fauk út af þjóðveginum sunnan við Grafarhól, sem er inn af Vík í Mýrdal, í dag. Krapi var á veginum en engan sakaði.
Í nótt varð að kalla út björgunarsveitina Víkverja í Vík þegar bíll festist í snjó efst í Gatnabrún upp af bænum Götum í Mýrdal.
Þjóðvegur eitt frá Götum til Víkur í Mýrdal er eini fjallvegurinn frá Hveragerði og austur á Austurland og er þar af leiðandi oft mikill farartálmi yfir veturinn.