2009: Dýpsta ár kreppunnar

Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið 1. október en skjalið sem …
Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið 1. október en skjalið sem nú liggur fyrir er mjög breytt. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnvöld gera ráð fyrir því að árið 2009 verði dýpsta ár kreppunnar og reyna því að ganga fram þannig að ríkið dýpki hana ekki. Þetta kom fram í máli Árna M. Mathiesen við upphaf atkvæðagreiðslu um fjárlög, sem hafa nú verið samþykkt á Alþingi.

Árni sagði þetta hafa verið einhverja erfiðustu fjárlagavinnu sem um getur og að heimskreppan og hrun bankanna setti mark sitt á fjárlögin. Greiða þarf atkvæði um fjölda breytingartillagna og stefnir í að á næsta ári verði yfir 150 milljarða halli á fjárlögum.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi enn á ný skort á grunnupplýsingum og að þingmenn hefðu litlar forsendur til að vita hverjar afleiðingar fjárlaganna og fjáraukalaganna yrðu. Lögðu stjórnarandstöðuþingmenn til að frumvarpið yrði endurskoðað í síðasta lagi í mars á næsta ári en sú tillaga var felld. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknar, sagði að það myndi ekki koma sér á óvart að á vordögum lægi fyrir frumvarp til fjáraukalaga.

Gunnar Svavarsson, formaður frjálaganefndar, sagði hins vegar að í febrúar yrði lagt fram fjáraukalagafrumvarp til að færa milli ákveðinna liða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert