20 þús. þorsktonn á markað?

Karl V. Matthíasson
Karl V. Matthíasson

Það væri góð ný­árs­gjöf til þjóðar­inn­ar að til­kynna að leyfðar yrðu veiðar á 20-30 þúsund tonn­um af þorski og að kvót­ann ætti að bjóða upp á markaði. Þetta seg­ir Karl V. Matth­ías­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og vara­formaður sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar Alþing­is, og legg­ur ríka áherslu á að bjóða ætti kvót­ann upp á markaði.

„Ef við mynd­um leyfa veiðar á 20 þúsund tonn­um á þorski og fá 150 krón­ur fyr­ir kílóið gæfi það af sér 3 millj­arða króna,“ seg­ir Karl og bæt­ir við að féð mætti nota til þess að styðja enn frek­ar ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi, t.d. með því að ýta und­ir kræk­linga­rækt og þor­skeldi. „Þetta væru góð skila­boð út í sam­fé­lagið og myndi auka at­vinnu,“ seg­ir Karl.

Bæði Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og Arn­björg Sveins­dótt­ir, formaður sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar, hafa sagt að yrði kvóti auk­inn ætti hann að fara til þeirra sem urðu fyr­ir skerðingu þegar þorskveiðar voru dregn­ar sam­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert