Þingheimur minntist Halldóru Eldjárn, fyrrverandi forsetafrúar í lok þingfundar en Alþingi var frestað nú fyrir stundu. Halldóra lést í gærkvöldi, 85 ára að aldri.
„Það er með þakklæti í huga sem Alþingi og alþingismenn minnast mikilvægra starfa hennar í þágu þjóðarinnar,“ sagði Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Að því búnu reis þingheimur úr sætum og minntist Halldóru Eldjárn.