Borgarfulltrúar Vinstri grænna vonast til að endurskoðun fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar sem muni fara verði haft fullt samráð við notendur, aðstandendur og starfsfólk í anda kjörorðsins „ekkert um okkur án okkar“.
Fram kemur í tilkynningu frá Þorleifi Gunnlaugssyni, borgarfulltrúa Vinstri grænna, að í greinargerð með frumvarpi að fjárhagsáætlun sem hafi verið lögð fram í borgarstjórn í dag segi meðal annars: „Gert er ráð fyrir að unnið verði að endurskoðun á starfsemi Unglingasmiðja að Keilufelli og Amtmannstíg á árinu en starfsemin verður óbreytt fyrri hluta ársins. Framlag til þessa verði 35 mkr.“
Fram kemur að fjárhagsáætlun sé nú opinbert gagn, en að sjálfsögðu sé hún ekki endanleg fyrr en á fundi borgarstjórnar, 6. janúar.
„Það er hins vegar ánægjulegt að fyrirhugaðar breytingar muni ekki koma til framkvæmda um áramót eins og meirihluti velferarráðs hafði ákveðið og að jafnframt verði aukið fjármagn lagt til úrræðisins.
Það er mikilvægt að notendur og aðstendendur þeirra fái þessar upplýsingar sem fyrst þar sem óvissa hefur ríkt um úrræðin eftir áramót,“ segir í tilkynningunni.