Engin neyðarlán námsmanna samþykkt enn

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Um­sókn­ir ís­lenskra náms­manna er­lend­is um neyðarlán hafa ekki enn verið af­greidd­ar hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna. Til að um­sókn sé samþykkt er nauðsyn­legt að um­sækj­andi hafi beðið bein­an skaða af banka­hrun­inu en geng­is­sveifl­ur ein­ar eru ekki næg ástæða.

 Hátt í hundrað um­sókn­ir um neyðarlán hafa borist, að sögn Hjör­dís­ar Jóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sam­bands ís­lenskra náms­manna er­lend­is og full­trúa nem­enda í nefnd sem fer yfir um­sókn­irn­ar. Hún seg­ir ákveðið fjár­magn vera til ráðstöf­un­ar og að nauðsyn­legt hafi verið að tak­marka neyðarlán­in við bein­an fjár­hags­leg­an skaða vegna banka­hruns­ins. ,,Þær um­sókn­ir sem upp­fylla þetta skil­yrði hafa verið tekn­ar fyr­ir og beðið hef­ur verið um ít­ar­legri gögn, t.d. banka­yf­ir­lit,“ seg­ir Hjör­dís. Hún seg­ir að ekki sé búið að samþykkja nein lán, um­sagn­ir nefnd­ar­inn­ar séu í vinnslu hjá lána­deild sjóðsins. ,,Neyðarlán­in verða þó af­greidd með öðrum lán­um í janú­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert