Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar

Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Geir H. Haarde forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra seg­ir að ekki verði gerð breyt­ing á ráðherra­skip­an Sjálf­stæðis­flokks­ins um ára­mót. Þá seg­ist hann ekki eiga von á því að breyt­ing verði gerð á ráðherraliðinu fram að lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hefst  í lok janú­ar.  Þetta kom fram í viðtali við Geir í Íslandi í dag á Stöð 2.

„Við höf­um ekki rætt þetta í þing­flokkn­um en auðvitað hef­ur maður velt ýmsu fyr­ir sér, því er ekki að neita,“ sagði Geir án þess að út­skýra orð sín nán­ar.

„Það verður eng­in breyt­ing núna, það er málið,“ sagði Geir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert