Gísli Marteinn tekur sér launalaust leyfi

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá verkefnum borgarstjórnar eftir áramót. Gísli Marteinn, sem stundar nám við Edinborgarháskóla, segir frá því á bloggsíðu sinni að miklar annir séu framundan í náminu.

„Næsta önn verður snúnari í skólanum, meira álag og kúrsarnir taka á efni sem ég hef lítinn bakgrunn í [...] Ég er þessvegna búinn að ákveða að taka mér launalaust leyfi á vorönninni. Ég verð á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir áramót, þar sem fjárhagsáætlunin verður afgreidd en fljótlega eftir hann fer fjölskyldan út aftur og verður fram á sumar,“ skrifar Gísli Marteinn.

Bloggsíða Gísla Marteins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert