Íbúar í Álafosskvos kæra Mosfellsbæ

Íbúar í Álafosskvosinni ætla að kæra  framkvæmdir við vegtengingu milli Kvosarinnar og Helgafellsvegar. Vegarkaflinn sem er í miklum bratta er til bráðabirgða að sögn bæjaryfirvalda en íbúarnir telja hann skapa slysahættu.

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa viðurkennt að Helgafellsvegur er ekki í samræmi við deiliskipulag. Hann liggur einum metra of hátt í landinu og til að hann geti tengst kvosinni þarf að lækka hann.

Þegar Helgafellsvegur var lagður sögðu bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að hann væri aðeins lagnavegur vegna holræsis. Nokkrum vikum síðar var hann malbikaður og við hann voru reistir ljósastaurar. Þá var ljóst að hann var kominn til að vera.  Íbúarnir eru því fullir grunsemda nú.

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir kvosina og íbúar ætla því að krefjast þess að framkvæmdir verði stöðvaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert