Jólin greidd út í hönd

Margir gefabækur í jólagjöf
Margir gefabækur í jólagjöf mbl.is/Árni Sæberg

Dregið hefur úr kortanotkun landsmanna og er meira um það fyrir þessi jól en áður að fólk greiði með reiðufé. Enda jukust peningaseðlar í umferð um tæpa 13 milljarða í kjölfar bankahrunsins.

Það er mat kaupmanna að jólasala gangi vonum framar og styður sá mikli fjöldi fólks sem lagði leið sína í verslanir nú um helgina slíkar fullyrðingar.

„Margir voru svartsýnir og töldu að þetta yrði döpur jólaverslun,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Þetta hefur hins vegar gengið vonum framar.

Öll verslun fyrir þessi jól er líka innanlands, menn fara ekkert til útlanda núna til að versla.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert