Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar styrktir til framhaldsnáms

Undirritun stofnskrárinnar fór fram í dag.
Undirritun stofnskrárinnar fór fram í dag.

Í dag var stofnaður nýr styrkt­ar­sjóður við Há­skóla Íslands, sem veit­ir styrki til nem­enda í fram­halds­námi í ljós­móður- og hjúkr­un­ar­fræðum. Stofn­fram­lagið er 25 millj­ón­ir króna sem er gjöf frá Soffíu Þuríði Magnús­dótt­ur sem arf­leiddi Há­skóla Íslands að meg­in­hluta eigna sinna. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá HÍ að nýi sjóður­inn nefn­ist Minn­ing­ar­sjóður Bjarg­ar Magnús­dótt­ur ljós­móður og Magnús­ar Jónas­son­ar bónda. Und­ir­rit­un stofn­skrár­inn­ar fór fram í dag í Aðal­bygg­ingu Há­skóla Íslands, en þá tók Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, rektor Há­skól­ans, við stofn­fé sjóðsins að upp­hæð 25 millj­ón­ir króna.

Minn­ing­ar­sjóður Bjarg­ar Magnús­dótt­ur og Magnús­ar Jónas­son­ar er stofnaður af dótt­ur þeirra hjóna, Soffíu Þuríði Magnús­dótt­ur sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um í erfðaskrá henn­ar. Til­gang­ur sjóðsins og mark­mið er að styrkja ljós­mæður og hjúkr­un­ar­fræðinga til fram­halds­náms.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert