Ógreind hrossasótt á Kjalarnesi

Upp er kom­inn ógreind­ur hrossa­sjúk­dóm­ur í Norður­gröf á Kjal­ar­nesi. Fram kem­ur á vef hesta­manna­fé­lags­ins Harðar að sjúk­dómn­um fylgi hiti og niður­gang­ur og að ein­kenn­anna hafi orðið vart hjá fjölda hrossa í 40 hesta húsi. Einn hest­ur hef­ur þegar drep­ist úr sótt­inni og stend­ur til að hann verði kruf­inn.

Nokkr­ir hest­ar úr um­ræddu hest­húsi voru flutt­ir í hest­húsa­hverfi Harðar áður en sjúk­dóms­ins varð vart. Ákveðið verður á næstu klukku­stund­um hvort  hverf­inu verður lokað  vegna þessa en þeim til­mæl­um er beint til hesta­manna að flytja ekki hesta til eða frá hverf­inu.

Einnig er því beint til þeirra sem eiga hesta á svæðinu að þeir skipti um föt í hest­hús­inu og fari ekki með neitt sem hafi verið í beinni snert­ingu við hross­in, hey­flutn­inga­tæki eða hesta­kerr­ur inn á svæðið eða út af því.

Komi í ljós að um langvar­andi vanda sé að ræða verður komið á skipu­lagðri aðferð við að koma heyi inn á svæðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert