Um tugur mótmælenda drekka nú kaffi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú á Bessastöðum. Hópurinn mætti fyrir utan forsetabústaðinn til að mótmæla fyrir um klukkustund.
Forsetinn bauð fólkinu inn í kaffi og spjall. Nokkrir mótmælendur bættust í hópinn og var í kjölfarið vísað inn í betri stofuna.
Mótmælendur vildu hvetja forseta Íslands til að staðfesta ekki fjárlög fyrir árið 2009 þar sem í þeim fælist óviðunandi niðurskurður á fjárveitingum til heilbrigðis- og menntamála.